Austin/Morris 1100 í efsta sæti breska listans 1965

Austin/Morris 1100 var stækkuð mynd Mini.
Austin/Morris 1100 var stækkuð mynd Mini.

Bílatímaritið Auto Express hefur tekið saman lista yfir vinsælustu bílana í Bretlandi síðastliðna hálfa öld – frá 1965 til ársins 2015. Breski bílaiðnaðurinn stóð í nokkrum blóma árið 1965 en það voru blikur á lofti. Almenningur var hvattur til að „versla í heimabyggð“ og fá sér breska bíla frekar en innflutta og hvatningin var –We´re backing Britain (við styðjum Bretland).

Árið 1965 var hinn breski Austin/Morris 1100 söluhæsti bíllinn í Bretlandi. Hönnuður bílsins var Alec Issigonis, sem hafði hannað Mini, en 1100 bíllinn var eiginlega stækkaður Mini sem hentaði fjölskyldufólki vissulega betur en Mini gerði. Aðrir vinsælir heimaframleiddir bílar þessa tímabils voru t.d. Ford Cortina og aðrar Ford gerðir eins og smábíllinn Anglia og hinn stærri og fínni Corsair.  

En þetta hafa verið vinsælustu bílarnir á hverjum þessara umræddu fimm áratuga. Athyglilsvert er hversu Ford hefur haft sterka stöðu allt þetta hálfrar aldar tímabil:

  •  1965 - Austin/Morris 1100
  •  1975 - Ford Cortina
  •  1985 - Ford Escort
  •  1995 - Ford Escort
  •  2005 - Ford Focus
  •  2015 - Ford Fiesta