Bandaríski bílaiðnaðurinn úr takti við unga bílakaupendur

The image “http://www.fib.is/myndir/Civic2006.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Honda Civic 2006. Svona bíl vilja ungir Bandaríkjamenn eiga.
18-20 ára gamlir Bandaríkjamenn sem hafa keypt eða eru að kaupa sinn fyrsta bíl er þar í landi kölluð Y-kynslóðin. Samkvæmt nýrri rannsókn markaðsfyrirtækis sem nefnist Auto-Pacific lítur út fyrir að bandaríski bílaiðnaðurinn eigi eftir að þjást meir en hann gerir þegar því að Þessi Y-kynslóð vill einfaldlega ekki bandaríska bíla.
Y-kynslóðin hefur svipuð viðhorf til bíla og foreldrar hennar hafa sem eru þau að bílar eigi ekki að vera dýrir, en þeir eigi að vera peninganna virði, vera áreiðanlegir í rekstri og hafa jákvæða ímynd. Y-kynslóðin leggur þó ívið meira upp úr ímynd og áreiðanleika en foreldrakynslóðin.
En þegar AutoPacific tekur að spyrja Y-kynslóðina um hverskonar bíla þeir eigi eða ætli að kaupa þá nefnir nánast enginn stóra bandaríska jeppa, stóra fólksbíla eða pallbíla heldur er áhuginn mestur fyrir sportlegum innfluttum bílum af minni millistærð.
Þeir bílar sem Y-kynslóðin nefnir oftast eru bílar eins og t.d. Honda Civic, Volkswagen Golf, Lexus IS, Toyota og meira að segja Volvo S40 kemur í 12 sæti.
Þessi könnun hlýtur að vera dapurleg lesning fyrir bandaríska bílaiðnaðinn því að Y-kynslóðin er enginn smá hópur. Talið er að þessi aldurshópur ýmist kaupi eða sé ráðandi um kaup á samtals um 70 milljón bílum á hverju ári í Bandaríkjunum. Einungis einn bandarískur bíll nær inn meðal 10 vinsælustu bílanna (í 8. sæti). Allir aðrir eru miklu neðar á listanum.
The image “http://www.fib.is/myndir/Dodgepickuptruck.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Ungir Bandaríkjamenn vilja ekki bíla eins og þennan Dodge Ram né International bílinn hér fyrir neðan.
The image “http://www.fib.is/myndir/International.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.