Bandarískustu bílarnir

Bílar nútímans eru eins og margir vita, settir saman úr hlutum sem koma héðan og þaðan. Bíll sem settur er saman í einu landi er þannig oftar en ekki saman settur úr hlutum sem búnir voru til í allt öðru landi eða annarri heimsálfu. Nú hefur bandaríska umferðaröryggisstofnunin NHTSA tekið saman yfirlit yfir nokkra algengustu bíla bandarísks samtíma og niðurstöðurnar eru forvitnilegar.

Amerískasti bíllinn af þeim sem framleiddir eru í Bandaríkjunum er sendi- og fólksflutningabíllinn Chevrolet Express / GMC Savana (mynd). 4/5 þeirra hluta sem þessi bíll er samsettur úr eru búnir til í Bandaríkjunum og Kanada. Margir hefðu sjálfsagt haldð að söluhæsti bíllinn í USA og einskonar samnefnari þess amerískasta í bílheiminum; pallbíllinn Ford F-150, væri sá amerískasti en svo er alls ekki. Fordinn er í fimmta sætinu. Sá bíll sem er minnst amerískur bíla á Bandaríkjamarkaði er Volvo XC70. Einungis eitt prósent þeirra hluta sem hann er samsettur úr,eru frá Norður-Ameríku. 30 prósent koma frá Svíþjóð og 20 prósent frá Þýskalandi og afgangurinn aðallega frá Belgíu og Bretlandi.

Chevrolet Express / GMC Savana er amerískur að 80 prósentum. Það þýðir að 80% hlutanna í honum eru búnir til í Bandaríkjunum eða Kanada. Svipað er að segja um Chrysler-bílana Dodge Grand Caravan (78 prósent) og hinn vinsæla Dodge SRT Viper (75 prósent). Allir þessir bílar teljast því vera mjög amerískir.

Ekki verður hið sama sagt um Jeep Cherokee. Hann er álíka mikið amerískur og Honda CR-V sem á uppruna sinn í Japan. Þá er það einnig athyglisvert að pallbíllinn Honda Ridgeline sem settur er saman í Bandaríkjunum er samsettur úr fleiri amerískum hlutum heldur en Chevrolet Silverado.


 

  • *Þeir amerískustu

Tegund

Gerð

 

Prósent*

Chevrolet/GMC

Express/Savana

Fjöln.

80%

Dodge

Grand Caravan

Fjöln.

78%

Dodge

Avenger

Fólks,

76%

Chrysler

Town & Country

Fjöln.

75%

Dodge

SRT Viper

Sport

75%

Ford

F-150

Pallb.

75%

Chevrolet

Corvette

Sport

75%

Chevrolet

Impala

Fólks.

75%

Honda

Odyssey

Fjöln.

75%