Bann við sölu bensín- og dísilbíla tekur gildi í Evrópusambandinu árið 2035

Stjórnvöld i Þýskalandi hafa eftir langar og strangar viðræður við Evrópusambandið loksins komist að samkomulagi um bann við sölu á bensínbílum í sambandinu árið 2035.

Þýsk stjórnvöld höfðu áður lýst því yfir að þau styddu ekki formlega núverandi samning um að binda enda á koltvísýringslosun frá nýjum bílum og sendibílum fyrir árið 2035, nema tillaga um notkun rafræns eldsneytis komi fram af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Þessi löggjöf er grundvallaratriði í hinum svokallaða „Fit for 55“ pakkanum og miðar að því að draga úr CO2 losun um að minnsta kosti 55% fyrir bíla og 50% fyrir sendibíla fyrir árið 2030 og að ná hlutleysi í loftslagsmálum árið 2050.

Meirihluti aðildarríkja, þar á meðal Þýskalands, hafði áður samþykkt lagatillöguna, þar sem Evrópusambandið samþykkti afstöðu sína í ljósi þríliða viðræðna við Evrópuþingið og framkvæmdastjórnina. Þessar samningaviðræður leiddu að lokum til samkomulags í nóvember 2022, sem samþykkt var af Evrópuþinginu í febrúar.

Nú liggur það ljóst fyrir að bann við sölu bensín- og dísilbíla tekur gildi í Evrópusambandinu árið 2035.Bannið hefur staðið yfir eins og áður hefur komið fram um nokkurt skeið. Stjórnvöld í Þýskalandi með stuðningi nokkurra ríkja í Evrópusambandinu settu þau í uppnám með því að beita neitunarvaldi nema undanþága fengist fyrir hið svokallaða rafelsneyti.