Baráttan gegn umferðarslysavánni á heimsvísu

 

Í apríl í vor var alþjóðleg umferðaröryggisvika Sameinuðu þjóðanna haldin um víða veröld. Tilgangurinn var m.a. að fá leiðtoga stærstu efnahagsvelda heims, G8 hópsins svonefnda, og aðildarlönd SÞ til að marka sérstaka stefnu til upprætingar umferðarslysum og til að ákveða hversu miklu fé skuli veitt í málaflokkinn. Sérstök umferðaröryggisvika var hér á landi á sama tíma að frumkvæði samgönguráðuneytisins með tilstyrk ýmissa aðila m.a. FÍB.  Umferðarstofa hafði forgöngu um að opna sérstaka heimasíðu (http://us.is/page/umferdaroryggisvika) þar sem finna mátti margvíslegar upplýsingar tengdar málefninu.

Make Roads Safe átakið var áberandi í umferðaröryggisvikunni en það er starfrækt af bíleigendafélögum um allan heim og stutt af þjóðarleiðtogum og frægum einstaklingum. Meðal þessara má nefna fráfarandi og núverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna þá Kofi Annan og Ban Ki-Moon, mannréttindafrömuðinn Desmond Tutu biskup, Tony Blair fyrrum forsætisráðherra, Lord Robertsson fyrrum framkvæmdastjóra NATO og kappaksturskappana Lewis Hamilton og Michael Schumacher.  Á heimasíðu Make Roads Safe kemur fram að þriðju hverja mínútu deyr barn í umferðinni í heiminum öllum . Á síðunni er fólk hvatt til að leggja undirskriftasöfnun Make Road Safe lið og skora með því á stjórnmálamenn til að setja umferðaröryggi á oddinn.

Hert baráttu gegn umferðarslysavánni augljós og við hjá FÍB hvetjum alla til að kynna sér málið og undirrita stuðningsyfirlýsingu á heimasíðu átaksins Make Roads SafeUmferðaröryggismál verða á dagskrá Allsherjarþings SÞ í nóvember og verða undirskriftirnar af heimasíðu Make Roads Safe afhentar aðalritara Sameinuðu þjóðanna áður en umræður hefjast.