Beltin bjarga

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vígði nýjan veltibíl í síðustu viku. Tilgangur bílsins er að vekja athygli á bílbeltanotkun en hann er á vegum Brautarinnar, bindindisfélags ökumanna, til að auka umferðaröryggi. Stefna íslenskra stjórnvalda er mjög skýr, öryggi liggur til grundvallar allri stefnumótun og aðgerðum í samgöngumálum.

Bíllinn verður fluttur á valda staði vítt og breitt um landið til þess að leyfa fólki að prófa að velta á meðan það er fast í öryggisbelti. 

Tæplega 10% Íslendinga láta það gerast að nota ekki öryggisbelti eða um 35 þúsund einstaklinga. Það eru 8 sinnum meiri líkur á því að þú látir lífið ef þú spennir ekki beltið. 

Í tilefni bílbeltaherferðarinnar 2 sekúndur setti Samgöngustofa leik í loftið þar sem ökumenn eru hvattir til að setja á sig bílbeltið og ber yfirskriftina: Það tekur bara 2 sekúndur… að spenna beltið.