Bensínhækkanirnar ekki bara erlendar

The image “http://www.fib.is/myndir/Samrad.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Stóru olíufélögin þrjú, Esso, Skeljungur og Olís hafa að undanförnu verið að hækka álagningu sína eins og sjá má af meðfylgjandi grafi. Í ljósi reynslunnar virðist vera að þegar heimsmarkaðsverð á bensíni er hátt sé tilhneiging á fákeppnismarkaðinum til þess að bæta í álagninguna þar sem ekki muni svo mikið um einn keppinn í sláturtíðinni. Því er það nauðsynlegt að fylgst sé með verðlagningu þessarar nauðsynjavöru.
Meðalálagning á bensínlítra með þjónustu fyrstu 9 mánuði ársins var 21,11 kr. Álagning í september var 22,09 kr eða tæplega 1 króna umfram meðalálag ársins.
Álagning olíufélaganna á bensínið var lægst í apríl eða 18,57 kr. á lítra að undangengnu verðstríði sem rekja má til þess að Atlantsolía hækkaði ekki eldsneytið hjá sér líkt og hin þrjú stóru á markaðnum gerðu.
Mest var álagningin í maí eða 22,43 kr. á lítra og síðasti mánuður, september var með næst hæstu álagninguna á árinu eða 22,09 kr. á lítra.

The image “http://www.fib.is/myndir/Bensinalagning.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.