Bensínið lækkar í Danmörku

The image “http://www.fib.is/myndir/Q8_logo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Olíufélagið Q8 í Danmörku lækkaði í morgun bensínverðið um rúmar fjórar ísl. krónur lítrann. Þá hafa olíufélögin OK, Shell og Statoil í Danmörku boðað lækkun á morgun um ísl. kr. 1,60.
Eftir lækkunina í morgun kostar bensínlítrinn hjá Q8 nú 106 kr. og lítrinn af dísilolíunni er á 98,70.
Verðlækkanirnar í Danmörku koma í kjölfar ákvörðunar 26 ríkja sem aðild eiga að alþjóða orkumálastofnuninni IEA um að taka tvær milljónir tunna af varabirgðum sínum og setja á markað til að ekki verði bensínskortur af völdum fellybyljarins Katrínar í suðurríkjum Bandaríkjanna.