Benz EQXX dregur rúmlega 1.000 km

Mercedes-Benz frumsýndi hugmyndabílinn Vision EQXX nú í byrjun árs. Hugbúnaðurinn og tæknin í Vision EQXX er slík að bíllinn er sá skilvirkasti sem þýski lúxusbílaframleiðandinn hefur nokkru sinni framleitt. Bíllinn dregur rúmlega 1.000 km sem er talsvert lengra en nokkur hreinn rafbíll hefur komist hingað til á einni hleðslu.

Með hinum byltingakennda Vision EQXX stillir Mercedes-Benz sér upp sem leiðandi bílamerki í framleiðslu rafbíla sem og einnig í hugbúnaði bíla.

Vision EQXX er búinn framúrstefnulegri tækni sem gerir honum kleift að brjótast í gegnum tæknihindranir og og lyfta orkunýtingu bílsins í nýjar hæðir.

Byltingakenndar rafhlöður,  fislétt og endurnýtanleg efni sem notuð eru í framleiðslu bílsins gera hann að mögnuðum og framúrstefnulegum bíl sem setur ný viðmið í framleiðslu rafbíla. Öflug hugmyndavinna, nýsköpun  og framtíðarsýn Mercedes-Benz gera EQXX að veruleika.

Markmiðið þýska bílaframleiðandans var að smíða skilvirkasta rafbíl sem hefur verið smíðaður og með mesta drægið og það hefur tekist. Vision EQXX  er leiðandi rafbíll á svo margan hátt og sýnir enn á ný hversu langt Mercedes-Benz er komið í þróun rafbíla.

Vision EQXX er í sviðsljósinu á bílasýningunni í Las Vegas sem nú stendur yfir en mikil eftirvænting hefur að vonum ríkt eftir frumsýningunni á þessum magnaða bíl.