Benz GL jeppinn væntanlegur í árslok 2006

The image “http://www.fib.is/myndir/Benzjeppi.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Mercedes Benz hefur sent frá sér fyrstu upplýsingar um nýjan jeppa af svonefndri GL-línu, sem kemur á Evrópumarkað á síðarihluta komandi árs. GL-línan er sjö sæta jeppi. Í boði verða tvær dísilvélar; 224 ha, 3,2 l og 306 ha, 4,2 l. Með minni vélinni verður gerðarheitið GL 320 CDI en með þeirri stærri, GL 420 CDI. Tvær bensínvélar verða einig í boði. Sú minni er 340 hö (GL 450), en sú stærri 388 hö (GL 500). Öryggisbúnaður verður með öflugasta móti. Meginloftpúðarnir framí springa úr í tveimur áföngum og sprengikrafturinn ræðst af þunga höggsins sem bíllinn kann að verða fyrir. Auk þess eru hliðarloftpúðar í framsætum og loftgardínur eru við alla glugga. Hnakkapúðar framí eru eins og meginloftpúðarnir höggstýrðir. Í bílnum er radarsjón sem sér ef árekstur er í aðsigi og stillir allan öryggis- og slysavarnarbúnað bílsins í samræmi við það sem er yfirvofandi.
Fjöðrunin er AIRMATIC loftfjörðun og auk stöugleikakerfisins er sérstakt stöðugleikakerfi fyrir kerrudrátt sem kallast TSA (Trailer Stability Assist). TSA eyðir háskalegum sveiflum sem aftanívagninn kann að orsaka með því að beita til þess ABS hemlunum og fjöðrunarkerfið vinnur með og heldur bílnum fullkomlega réttum og hallalausum miðað við veginn. Hátt og lágt drif er í GL jeppanum eins og vera ber í jeppa og 100% læsing á afturdrifinu og í millikassanum er staðalbúnaður.