Besta endursöluverðið

Hversu vel mun bíllinn halda verðgildi sínu og hvert verður endursöluverð hans sem hlutfall af nývirðinu eftir þrjú ár eða fimm? Þetta eru mikilvægar spurningar þegar íhuguð eru kaup á nýjum bíl.

Bandarískt fyrirtæki; Kelly Blue Book (KBB), sem metur verðmæti notaðra bíla hefur tekið saman lista yfir þær tíu bíltegundir og gerðir sem best halda verðgildinu og seljast munu best á árinu 2013. Átta þeirra eru japanskar, ein er þýsk og ein er bandarísk.

Með því að rýna í sölutölur og verð sem fengist hefur fyrir notaða bíla á bandarískum bílamarkaði á undanförnum árum reyna menn að ráða í það hvað hvað líklegt söluverð nýs bíls verði eftir þrjú ár sem hlutfall nývirðis hans og hvert verðfall hans verður eftir fimm ár miðað við upphaflegt verð hans. Aðrir þættir sem menn skoða í þessu samhengi eru m.a. ástand og horfur í efnahagsmálunum almennt og hvers er vænst í náinni framtíð.

Jeppar/jepplingar eru fyrirferðarmestir á þessum lista þeirra bíla sem spáð er góðu gengi á markaðinum fyrir notaða bíla á næsta ári. Jeep Wrangler er eini bandaríski bíllinn sem óneitanlega vekur athygli. Þá er það einnig athyglisvert hversu ofarlega Toyota FJ Cruiser er. Verðfall hans eftir fimm ára notkun er áætlað 63% frá nývirði sem hlýtur að teljast afar gott. Þá er það ekki síður athyglisvert hve mikils álits Toyotabílar njóta meðal Bandaríkjamanna en fimm gerðir Toyotabíla og raunar sex (ef Lexus er meðtalinn) af 10 bílum listans eru Toyotur.

Bílteg. og gerðir sem best halda verðgildi sínu

Teg./gerð

Verð eftir 3 ár (% af nývirði)

Verð 5 ára bíls (% af nývirði)

Toyota FJ Cruiser

76

63

Toyota Tacoma

70

57

Jeep Wrangler

67

55

Honda CR-V

64

50

Toyota 4Runner

66

49

Toyota Land Cruiser

62

49

Porsche Cayenne

67

47

Lexus LX

65

46

Honda Civic

62

46

Toyota Scion tC

60

46