Bestu dísilbílarnir

Breska tímaritið Diesel Car Magazine hefur útnefnt nýjustu kynslóð Volkswagen Golf dísilbíl ársins 2013. Meðal annarra tegunda sem viðurkenningu hlutu hver í sínum stærðarflokki eru BMW, Ford, Jaguar, Kia, Range Rover, Peugeot, Renault auk VW Golf.

http://www.fib.is/myndir/Disilbillarsins.jpg
Volkswagen Golf - dísilbíll ársins.
http://www.fib.is/myndir/Ford-Fiesta-D.jpg
Ford Fiesta - smá-dísilbíll ársins.
http://www.fib.is/myndir/BMW-3-2013.jpg
BMW 3 - bestur í efri meðalflokki.
http://www.fib.is/myndir/Jaguar-xf-diesel.jpg
Jaguar XF - bestur í lúxusflokki.
http://www.fib.is/myndir/Kia-ceed.jpg
Kia Ceed Sportswagon - langbakur ársins.
http://www.fib.is/myndir/Ford-b-max.jpg
Ford B-Max - besti fjölnotabíllinn.
http://www.fib.is/myndir/Range-rover-evoque.jpg
Range Rover Evoque - dísiljepplingur
ársins.
http://www.fib.is/myndir/Diesel-LandRover.jpg
Land Rover Discovery 4 - jeppi ársins.
http://www.fib.is/myndir/Peugeot_RCZ.jpg
Peugeot RCZ - sportbíll ársins.

Í úrslitum hjá tímaritinu voru 26 dísilfólksbílar í 10 stærðarflokkum. Þetta er í 25 skiptið sem Diesel Car Magazine útnefnir dísilbíl ársins en þegar þetta val hófst var að sönnu ekki úr mörgum dísilfólksbílum að velja, eiginlega ekki öðrum en Mercedes Benz, Peugeot og Citroen, en nú er öldin önnur og rúmur helmingur nýskráðra fólksbíla í Evrópu eru dísilbílar.

Í flokki smábíla er það Ford Fiesta sem er efstur. Besti meðalstóri dísilfólksbíllinn er VW Golf. Hann er jafnframt dísilfólksbíll ársins 2013. Besti fólksbíllinn í efri meðalflokki er BMW 3, besti lúxusbíllinn er Jaguar XF, besti skutbíllinn er Kia Ceed Sportswagon, besti fjölnotabíllinn er Ford B-Max, besti jepplingurinn er Range Rover Evoque, besti jeppinn er Land Rover Discovery 4, besti sportbíllinn er Peugeot RCZ og besti sparibaukurinn er Renault Zoe.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

http://www.fib.is/myndir/Renault-ZOE.jpg

Renault Zoe - sparibaukur ársins.
Renault Zoe - sparibaukur ársins.