Bílaeldsneytið hækkar um 3,30 á lítrann

The image “http://www.fib.is/myndir/Bensinbyssa.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Bílaeldsneytið heldur áfram himinskautaflugi sínu. Heimsmarkaðsverðið hækkaði í gær um 20 dollara á tonnið og krónan veiktist og því miður eru áframhaldandi horfur ekki góðar. Esso var rétt í þessu að tilkynna nýja 3,30 kr. hækkun á bensín og dísilolíu. Með þessari hækkun er bensínlítrinn með fullri þjónustu kominn hvorki meira né minna en yfir 130 krónur.
Sjálfsafgreiðsluverð á þjónustustöðvum Esso er nú  kr. 126,10 fyrir bensínlítrann og 121,20 fyrir dísilolíulítrann.