Bílaeldsneytið lækkar

The image “http://www.fib.is/myndir/Bensinbyssa.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Verð á bifreiðaeldsneyti lækkaði í morgun, annan daginn í röð  hjá olíufélögunum. Í dag kostar bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu á bensínstöðvum þar sem full þjónusta er í boði, yfirleitt kr. 106,10 og dísilolían kr. 106,20.
Hjá Orkunni kostar bensínlítrinn víðast hvar kr. 104,60 og dísilolían er á kr. 104,70. Hjá Atlantsolíu er bensínlítrinn á kr. 104,70 og dísilolían kostar það sama.
Bifreiðaeldsenytið hefur lækkað verulega undanfarið. Til samanburðar við verðið nú þá kostaði bensínlítrinn þann 1. september sl. kr. 122,70 og dísilolíulítrinn var á kr. 128,30