Bílaframleiðendur hafa áhyggjur af kóbaltskorti

Gríðarleg aukning hefur orðið í sölu á rafbílum í Asíu á síðustu árum og þá alveg sérstaklega í Kína. Stjórnvöld leggja hart að almenningi að kaupa vistvæna bíla til að sporna við mengun sem er ein sú mesta í heiminum þar um slóðir. Almenningur í Kína hefur tekið vel við sér og rafbílar seljast sem aldrei fyrr.

Framleiðendur rafbíla fagna auknum áhuga en ekki er allt gull sem glóir. Nú hafa bílaframleiðendur áhyggjur af framleiðslu á lithium ion rafhlöðum en það efni sem nauðsynlegt er í framleiðslu þeirra er kóbalt.

Kongó í Afríku framleiðir að stærstu hluta kóbalts en mjög hefur gengið á birgðir og námur í landinu fáar. Ef ekki tekst að finna fleiri námur stefnir í ótryggt ástand. Framleiðendur hafa að vonum áhyggjur en ofan á allt saman ríkir óstjórn í landinu og ebólu faraldur hefur blossað upp.

Núverandi ástand hefur leitt til þess að framleiðsla á kóbalti hefur margfaldast í verði. Með tíð tíma gæti því verð á rafbílum hækkað í verði á næstu árum. Talið er að það taki 7-10 ár að hefja kóbaltvinnslu í nýjum námum. Menn þurfa því að hafa hraðar svo kóbaltskortur komi ekki niður á framleiðslu rafbíla.