Bílaframleiðendur setja öryggi í forgang

Árið 2024 breyttust öryggisreglur Euro NCAP fyrir fólksbíla ekki. Nýlega voru birtar voru einkunnir fyrir 53 bíla, þar af voru 41 nýjar bílategundir og 12 viðbótarbílar eða útfærslur. Þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður aðlöguðust nýir aðilar á markaði fljótt að nýjum 5-stjörnu kröfum og sýndu framúrskarandi öryggisstig.

Einnig voru birtar einkunnir fyrir aðstoðarakstursbúnað nýjustu aksturhjálparkerfa fyrir fimm bíla á markaðnum. Þeir voru prófaðir samkvæmt uppfærðum reglum sem fela í sér meira krefjandi árekstrarsviðsmyndir fyrir vélhjól og strangari kröfur um eftirlit með ökumanni.

Euro NCAP sýndi sterka skuldbindingu við vöru- og atvinnubílageirann þegar stofnunin hleypti af stokkunum öryggiseinkunnum fyrir vörubíla í lok ársins. Að lokum birti hún einnig niðurstöður fyrir minni sendibíla og endurskoðaði einkunnir stærri sendibíla, sem voru uppfærðar til að uppfylla staðla nýju evrópsku almennu öryggisreglugerðarinnar.

,,Árið 2024 var hvetjandi að sjá bílaframleiðendur setja öryggi í forgang, þrátt fyrir þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir. Öryggi heldur áfram að vera drifkraftur fyrir iðnaðinn,“ sagði Dr. Michiel van Ratingen, framkvæmdastjóri Euro NCAP

Áhrif Euro NCAP ná út fyrir Evrópu og móta öryggisstaðla um allan heim. Meðal þeirra 41 bíla sem prófaðir voru árið 2024 voru átta þróaðir af leiðandi kínverskum vörumerkjum, þar á meðal ZEEKR, Maxus, NIO, XPENG, Deepal og Leapmotor.

Þrátt fyrir þessa vaxandi samkeppni halda evrópskir framleiðendur áfram sterkri stöðu á markaðnum, þar sem lykilfyrirtæki eins og Mercedes-Benz, Volkswagen og Renault eru áfram öflugir keppinautar í mörgum ökutækjaflokkum.

Á árinu 2024 jukust nýskráningar bíla lítillega. Með fjölbreyttu úrvali bíla með brunahreyflum, tvinnbílum, tengiltvinnbílum og alrafmagnsbílum sýnir evrópski markaðurinn mikla fjölbreytni. Árið 2024 mat Euro NCAP nokkur ný rafbílavörumerki, þar á meðal nýtt undirvörumerki Renault, Alpine, og kínversk fyrirtæki eins og Deepal, ZEEKR, Maxus og Leapmotor.

Fyrir árið 2026 mun Euro NCAP leggja til nýtt einkunnakerfi sem flokkar prófanir eftir fjórum aðgreindum stigum slyss, öruggur akstur, slysaforvarnir, árekstrarvarnir og öryggi eftir árekstur.