Bílaframleiðsla í Bretlandi ekki minni síðan 1956

Bílaframleiðsla á Bretlandi fór í gegnum miklar hremmingar á síðasta ári og hefur framleiðsla á bílum þar í landi ekki verið minni síðan 1956. Heimsfaraldur og skortur á hálfleiðurum og öðrum íhlutum kom hart niður á framleiðsluna.

Mjög hægði á framleiðslunni 2021 og voru verksmiðjur lang tímum saman lokaðar. Annar áhrifaþáttaþáttur í öllu þessu ferli og þróun liggur í áhrifum af Brexit, þ.e. brotthvarfi Bretlands úr Evrópusambandinu.

Félag breskra bílaframleiðenda og verslunarmanna (SMMT) greindi frá því að framleiðslan hefði verið hátt í 8% minni en ári á undan. Alls voru framleiddir um 860 þúsundir bílar í Bretlandi 2021.

„Á heildina litið var þetta mjög niðurdrepandi ár. Áhrif hálfleiðaranna kom hart niður á framleiðsluna á síðasta ársfjórðungi síðasta árs,“ sagði Mike Hawes, framkvæmdastjóri SMMT. Bjartari tímar eru framundan á þessu ári og er vitnað í sjálfstæðar framleiðsluspár um að framleiðsla breskra bíla ætti að aukast um 19,7% í yfir 1 milljón bíla.

Skortur í heimsfaraldri á íhlutum, notaðir í allt frá bremsuskynjurum og vökvastýri til afþreyingarkerfa, hefur leitt til þess að bílaframleiðendur um allan heim hafa dregið úr eða stöðvað framleiðslu, sem þrýstir upp verði bæði á nýjum og notaðum bílum innan um mikla eftirspurn frá neytendum. Einn ljós punktur var að framleiðsla rafbíla í Bretlandi jókst um 72% á síðasta ári. Nýorkubílar njóta æ meiri vinsælda en það sem af er janúarmánuði eru 11,6% aukning í sölu þeirra.