Bílakaup landsmanna jukust um 29% fyrstu þrjá mánuði ársins

 Bílakaup landsmanna fara enn vaxandi frá fyrra ári samkvæmt gögnum Samgöngustofu um nýskráningar. Alls voru 2.316 fólks- og sendibílar nýskráðir í mars, eða 823 fleiri heldur en í mars 2016.

Markaðurinn í heild hefur vaxið um 29% á árinu samanborðið við fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. BL er sem fyrr með langmesta hlutdeild á markaðnum, tæp 29 prósent.

Bílakaup landsmanna fyrstu þrjá mánuðina á árinu jukust um 29% frá fyrra ári þegar saman er talið það sem einstaklingar, fyrirtæki og bílaleigur kaupa. Í nýliðnum marsmánuði voru afhentir 2.316 nýir bílar. Þar af áttu leigurnar 1.045 bíla en einstaklingar og fyrirtæki 1.271 bíl.

Bílaumboðin eru flest með töluverða aukningu á milli ára fyrstu þrjá mánuði ársins.BL er í fyrsta sætinu með 1.482 nýja bíla, Toyota 963 bíla í öðu sætinu og í þriðja sætinu kemur Brimborg með 853 bíla. Askja er í fjórða sætinu með 748 selda nýja bíla og Hekla er í fimmta sætinu með 585 selda bíla.