Bílamarkaðurinn stækkar töluvert fyrstu fimm mánuðina

Í maímánuði voru nýskráðir alls 4.107 fólks- og sendibílar hér á landi. Á fyrstu fimm mánuðum ársins stækkaði bílamarkaðurinn um 13% miðað við sama tímabil 2016.

Þessa fyrstu fimm mánuði hefur sala til bílaleiga aukist um 7% en fyrirtækja- og einstaklingsmarkaður hefur aukist um 21%.

Þar af voru skráðir 1.211 bílar af merkjum sem BL er með umboð fyrir samkvæmt tölum frá Umferðastofu. Aldrei áður hafa jafnmargir bílar af merkjum eins bílaumboðs verið skráðir í einum mánuði og raunin var hjá BL í maí. Eldra skráningarmetið er frá því í júní árið 2006 þegar alls voru skráðar 1.013 nýjar Toyotabifreiðar.