Bílanaust lækkar verðið á Rain-X um 50% vegna innkomu Costco

Bílanaust lækkar verðið á Rain-X um 50%
Bílanaust lækkar verðið á Rain-X um 50%

Við opnun Costco í maí sl. birtust á fréttavef FÍB verðkönnun á nokkrum bílavörum sem þar voru til sölu og verðin á sömu vörum hjá öðrum fyrirtækjum. Hér undir eru nýjar upplýsingar um verð á Rain-X rúðuhreinsi og regnfilmu (Glass Cleaner + Rain Repellent) í 500 ml. úðabrúsa. Costco bíður enn óbreytt verð eða 1.399 krónur fyrir tvo úðabrúsa. Hjá AB varahlutum kostar einn samskonar brúsi 1.790 krónur sem er 27,9% dýrara en tveir brúsar hjá Costco. Rain-X brúsinn hjá AB hefur lækkað um 21,8% frá því í maí en þá kostaði hann 2.290 krónur. Þegar FÍB var að vinna við þennan samanburð var nýja verðið hjá AB þ.e. 1.790 krónur gefið upp í verslun fyrirtækisins við Funahöfða í Reykjavík en á vefsíðu AB var enn að finna gamla verðið 2.290 krónur. Miðað við sama magn þá er verðmunurinn á Rain-X í Costco samanborið við AB varahluti 155,9%. Hjá Bílanausti kostar einn 500 ml. Rain-X brúsi 995 krónur en kostaði 1.989 krónur í maí. Bílanaust hefur lækkað verðið á 500 ml. Rain-X rúðuhreinsi um 50% eftir að Costco hóf rekstur. Miðað við sama magn er verðmunurinn ríflega 42% en það þarf ekki að kaupa tvo brúsa saman hjá Bílanausti eins og hjá Costco.
Árgjaldið í Costco er 4.800 fyrir einstaklinga og 3.800 fyrir fyrirtæki.