Bílar ársins í fjórum stærðarflokkum

http://www.fib.is/myndir/Stalstyrid.jpg
Stálstýrið.

Eins og fram kemur í frétt hér á undan var Land Rover Freelander valinn Bíll ársins 2008 af dómnefnd frá Bandalagi ísl. bílablaðamanna. Bílunum sem í úrslitum voru var að þessu sinni skipt í fjóra stærðarflokka og gáfu dómnefndarmenn þeim stig eftir ákveðnum reglum. Sá bíll sem flest stig hlýtur er bíll ársins hverju sinni.

http://www.fib.is/myndir/Skoda-Roomst.jpgÍ smábílaflokki kepptu til úrslita þrír bílar; Opel Corsa, Skoda Fabia og Skoda Roomster. Efstur varð Skoda Roomster með 185 stig, í öðru sæti varð Skoda Fabia með 161 stig og í því þriðja Opel Corsa með 157 stig.

http://www.fib.is/myndir/Sub-Impreza.jpgÍ flokki millistærðarbíla varð Subaru Impreza efstur með 184 stig. Í öðru sæti varð Kia cee´d með 179 stig og í því þriðja Volvo C30 með 174 stig.

http://www.fib.is/myndir/Benz-C.jpgÍ flokki stærri fjölskyldu- og lúxusbíla sigraði Mercedes Benz C með 177 stig. Annar varð Ford S-Max með 170 stig og í því þriðja ord Mondeo með 161 stig.

The image “http://www.fib.is/myndir/Landr.Freel.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.Í flokki jeppa, jepplinga og pallbíla sigraði Land Rover Freelander með 200 stigum. Næstur varð Honda CR-V með 168 stig og í því þriðja Opel Antara með 148 stig.

Þar sem Land Rover Freelander reyndist vera með hæstu stigatöluna var hann útnefndur bíll ársins.

Að venju hlaut bíll ársins farandgripinn Stálstýrið en sérhver bíll sem í úrslit nær, er sæmdur árituðum skildi.

Eins og í fyrra fór verðlaunahátíðin fram í höggmyndasafni Ásmundar Sveinssonar við Sigtún. Styrktaraðilar viðburðarins eru Olíufélagið Skeljungur, Frumherji og Tryggingamiðstöðin.