Bílar, fólk og framtíðin

Staðan og hvert stefnir? Hvernig er ökutæki framtíðarinnar? Hvernig verða vegir framtíðarinnar? Áhrif og breytingar sem geta orðið á daglegt líf okkar? Hver mun eiga upplýsingarnar um ferðir okkar? Mun eiginlegur ökumaður heyra sögunni til? 

Þetta eru nokkar spurningar af mörgum sem ætlunin er að leita svara við á ráðstefnunni Bílar, fólk og framtíðin sem haldin verður í Hörpu fimmtudaginn 17. nóvember 2016. Ráðstefnan er ætluð fagaðilum og áhugasömum sem tengjast bílgreininni almennt, samgöngumálum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum. Vista Expo stendur að viðburðinum í samstarfi við Samgöngustofu og Vegagerðina. Aðrir samstarfsaðilar ráðstefnunnar eru Bílgreinasambandið, Innanríkisráðuneytið, Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Samtök atvinnulífsins. Fjöldi aðila mun verða með kynningu á þjónustu sinni og vörum á meðan á ráðstefnunni stendur.

Þetta mun vera í fyrsta skipti á Íslandi sem tekið er á heildstæðan hátt á framtíð bílgreinarinnar, umhverfi hennar, umferðaröryggi, lagasetningu, innviðum og öðru sem málaflokkinn snertir. Þetta er einstök ráðstefna um byltingarkennda þróun bíltækninnar, með tilheyrandi áhrifum á vegakerfi og umferðaröryggi.

Markmiðið er að allir sem koma að umferð og umferðaröryggismálum hér á landi komi saman til að ræða þessa þróun og að hægt verði að marka vel skilgreinda stefnu.

Meðal fyrirlesara eru Aled Williams verkefnastjóri EuroNCAP, Andreas Egense frá dönsku Vegagerðinni, Ferry Smith stjórnarformaður EuroRAP, Gunnar Haraldsson hagfræðingur, Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Tom Palmaerts framtíðarrýnir.

Heimasíða ráðstefnunnar er www.bff.is en þar er hægt að skrá sig og nálgast nánari upplýsingar um ráðstefnuna, dagskrá hennar ofl.

Félagsmenn athugið! 
Félagsmönnum FÍB býðst 25% afsláttur af miðaverði!
Miðaverð er 29.500.- og eru kaffiveitingar, hádegisverður, léttar veitingar í dagskrárlok og ráðstefnugögn innifalin í miðaverði.
Skráning hér  (afsláttarkóðinn er BFF25)