Bílar umhverfisflokkaðir eins og ísskápar

http://www.fib.is/myndir/Orkumerking-litil.jpg

Sænska neytendastofnunin - Konsumentverket leggur til að bílar verði sérmerktir þannig að neytendur eigi auðveldar með að velja sér bíl eftir umhverfismildi. Stofnunin vill að merkingin verði svipuð og nú þegar er á heimilistækjum eins og ísskápum, frystikistum og þvottavélum nema að á láréttu súlunum standi hversu mörg grömm af koltvíildi bíllinn gefi frá sér á hverjum eknum kílómetra.
http://www.fib.is/myndir/Orkumerking.jpg
Stofnunin er þeirrar skoðunar að jafn auðvelt eigi að velja bíl eftir sparneytni og umhverfismildi eins og öll önnur heimilistæki. Því sé sjálfsagt að bílnum fylgi svipuð vörvulýsing eins og heimilistækjunum og því þá ekki að nota merkingu sem neytendur þegar þekkja?

Tilgangurinn með þessum nýju merkingum er að stuðla að því að markmið Evrópusambandsins um minni útblástur koldíoxíðs frá bílum náist.