Bílarnir ekki verstu sökudólgarnir?

http://www.fib.is/myndir/Industry.jpg

Bandarísk rannsókn bendir til þess að bílarnir eigi minni sök í koldíoxíðútblæstri en látið sé í veðri vaka og haft er fyrir satt í umræðunni um gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar.

Rannsóknin var gerð á vegum Purdue háskólans og nefnist the Vulcan Project. Kannað var magn koldíoxíðs í lofti í ýmsum bandarískum borgum og niðurstöður þykja benda til að bílarnir eigi minni sök á ástandinu en almennt er talið. Miðað við umfang umræðunnar um meinta skaðsemi einkabílsins kann þetta að koma nokkuð á óvart.

Mest koldíoxíð reyndist í loftinu í Houston, Los Angeles og 17 öðrum borgum sem málið var rannsakað. Mjög mikið koldíoxíð var einnig í loftinu í San Juan (New Mexico), Camden (Alabama), Titus (Texas) og Valparaiso (Indiana). Allar þessar síðastnefndu borgir eru fremur litlar borgir og með litla bílaumferð. „Hvernig má það þá vera að stórborgir með gríðarlega bílaumferð komast ekki inn á þennan lista – borgir eins og Miami, Washington og Denver?“ spyr tímaritið Wired, sem greinir frá rannsókninni. Niðurstaða tímaritsins er sú að iðnaðurinn eigi miklu stærri hlut í koldíoxsíðútblæstri en bílarnir en hingað til hefur verið talið. Hlutur iðnaðarins hafi verið stórlega vanmetinn.

Borgir í USA með mesta koldíoxiðútblástur

1. Harris, Texas (Houston), 18.625 milljón tonn á ári.
2. Los Angeles, Kaliforníu (Los Angeles),
18.595 milljón tonn á ári.
3. Cook, Illinois (Chicago),
13.209 milljón tonn á ári.
4. Cuyahoga, Ohio (Cleveland),
11.144 milljón tonn á ári.
5. Wayne, Michigan (Detroit),
8.270 milljón tonn á ári.
6. San Juan, New Mexico (Farmington),
8.245 milljón tonn á ári.
7. Santa Clara, Kaliforníu (San Jose),
7.995 milljón tonn á ári.
8. Jefferson, Alabama (Birmingham),
7.951 milljón tonn á ári.
9. Wilcox, Alabama (Camden),
7.615 milljón tonn á ári.
10. East Baton Rouge, Louisiana (Baton Rouge),
7.322 milljón tonn á ári.
11. Titus, Texas (Mt Pleasant),
7.244 milljón tonn á ári.
12. Carbon, Pennsylvania (Jim Thorpe),
6.534 milljón tonn á ári.
13. Porter, Indiana (Valparaiso),
6.331 milljón tonn á ári.
14. Jefferson, Ohio (Steubenville),
6.278 milljón tonn á ári.
15. Indiana, Pennsylvania (Indiana),
6.224 milljón tonn á ári.
16. Middlesex, Massachusett (Boston metro),
6.198 milljón tonn á ári.
17. Bexar, Texas (San Antonio),
6.141 milljón tonn á ári.
18. Hillsborough, Florida (Tampa),
6.037 milljón tonn á ári.
19. Suffolk, New York (New York metro),
6.030 milljón tonn á ári.
20. Clark, Nevada (Las Vegas),
5.955 milljón tonn á ári.