Bílasala fer vel af stað í Svíþjóð á þessu ári - sala á Tesla dregist saman um 42%

Bílasala fer víðast hvar vel af stað á þessu ári í Evrópu. Nýskráningar fólksbifreiða hér á landi eru líka mun fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Í Svíþjóð svo dæmi sé tekið er fjölgun nýskráninga á fólksbílum, þróun sem virðist ætla að halda áfram.

Í febrúar í Svíþjóð voru skráðir 19.608 fólksbílar, sem er 4,5 prósenta aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Hlutfall nýorkubíla nam 61 prósenti af nýskráningum. Rafbílar stóðu fyrir 35 prósentum skráninga og jukust um tæp 32 prósent miðað við febrúar í fyrra. Tengiltvinnbílar jukust aftur á móti um 13,2 prósent.

Meðal vinsælustu framleiðendanna var Volvo í efsta sæti með 3.825 bíla, á eftir kom Volkswagen með 3.642 og Toyota með 1.681.

Sala á Tesla drógst saman um 42% í febrúar

Þess er vert að geta að Volkswagen jók sölu sína í Svíþjóð um rúm 76 prósent í febrúar miðað við árið áður. Fjöldi nýskráðra Tesla bíla hefur dregist saman um 42 prósent í febrúar og 43 prósent það sem af er ári.

Mest skráði bílinn í febrúar var Volvo XC60 með 1.388 bíla, á eftir kom Volvo EX/XC40 með 725 bifreiðar og Volkswagen ID.7 með 538 skráningum. Kia EV3 og Tesla Model Y lokuðu topp fimm listanum með 499 og 478 skráningum.

,,Það er jákvætt að rafvæðing aukist stöðugt. Við verðum að leggja áherslu á að byggja upp hleðsluinnviði og þá ekki síst í fjölbýlishúsum,“ segir Emmi Antonsson, framkvæmdastjóri samskipta og samfélagsmála hjá Mobility Sweden.