Bílasala í Japan dregst saman um þriðjung

Bílasala í Japan dróst saman um 31,3% í októbermánuði. Síðustu mánuði hefur bílasala í landinu dregist verulega saman og er það meira um minna rakið til heimsfaraldursins. Aukin framleiðsluskerðing veldur auk þess að mikill skortur er á bílum og afhendingartíminn hefur lengst um marga mánuði.

Skortur á varahlutum og öðrum ihlutum á heimsvísu hefur tekið mikinn toll á bílaframleiðendur, neytt þá til að draga úr framleiðslu á heimsvísu og valdið töfum á afhendingu bíla.