Bílasala dregst saman í Svíþjóð – nýorkubílar á uppleið

Það er ekki bara á Íslandi sem bílasala dregst saman. Í Svíþjóð á sér stað sama þróunin en sala á nýjum fólksbílum þar í landi lækkaði um 18% í janúar samanborið við janúar 2019.

Aftur á móti eykst salan á nýorkubílum töluvert og má rekja ástæðuna fyrir því að framboð á raf- og tengiltvinnbílum er meira en nokkru sinni. Á sama tíma hefur verðið einnig lækkað á þessum bílum.

Af nýskráðum bílum í Svíþjóð í janúar voru 37% þeirra bensínbílar en í janúar fyrir árið síðan voru þeir 41%. Sala á dísilbílum lækkaði úr 39% niður í 22% í janúar. Um áramótin var lögð aukin skattheimta á bensín- og dísilbíla og kann það að vera skýringin á minni sölu.

Ef rýnt er betur í sölutölur fyrir janúarmánuð í Svíþjóð kemur í ljós að VolvoS/V60 seldist í alls 1.052 eintökum. Volksvagen Passat kemur næstur en alls seldust af honum 981 bílar og Kia Niro kom í þriðja sæti með 742 bíla. Þar á eftir komu Volvo S/V90, Kia Optima og Volkswagen Tiugan.

Af raf-tengiltvinn og hybrid bílum seldust alls 652 Volkswagen Passat GTE. Kia Potima Plug-in Hybrid seldist í 486 eintökum og Mitsubishi Outlander PHEV 427 bílar. Þar á eftir í rúmlega 300 seldum bílum komu Kia Niro Plug-in Hybrid, Volvo V60 og Volvo S/V90.