Bílastæðagjöld á gjaldsvæði 1 í miðborg Reykjavíkur hækka um 40%

Reykja­vík­ur­borg hyggst hækka bíla­stæðagjöld á gjaldsvæði 1 um 40% í miðborg Reykja­vík­ur. Þá verður tími gjald­töku lengd­ur frá 18 til 21 á virk­um dög­um og laug­ar­dög­um. Eins verður tek­in upp gjald­skylda á sunnu­dög­um á gjaldsvæðum 1 og 2.

Sem stend­ur hljóðar gjald­skrá­in á svæði 1 upp á 430 krón­ur fyr­ir hverja klukku­stund en gjaldið á að hækka í 600 krón­ur á klukku­stund. Þá hef­ur gjald­skylda verið frá 9-18 á virk­um dög­um en frá 10-16 á laug­ar­dög­um. Ekki hef­ur verið rukkað fyr­ir bíla­stæði á sunnu­dög­um til þessa.

Til­lag­an var samþykkt í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði í gær og staðfest í flýtimeðferð borg­ar­ráði í dag.

Meðal breytinga sem taka í gildi eru

Að gjald á gjaldsvæði P1 verði 600 kr/klst og hámarkstími verði 3 klst.

Að gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verði til klukkan níu á kvöldin, virka daga.

Að gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verði til klukkan níu á kvöldin, á laugardögum.

Að gjaldskylda verði á gjaldsvæðum P1 og P2 verði milli klukkan 10 á morgnanna og níu á kvöldin, á sunnudögum.

Að ekki verði gjaldskylda á gjaldsvæði P3 á laugardögum.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir í samtali við visir.is að um sé að ræða breytingu sem sé hluti af samþykktu verklagi. Þá bendir hún á að allir flokkar hafi aðkomu að borgarráði og umhverfis- og skipulagsráði, því sé ekki verið að takmarka aðkomu neins að málinu.

Ákvörðunin byggist á verklagi sem byggt er á bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkur. Sú stefnumótun hafi farið í gegnum samráðsferli. „Þessi breyting er til þess að stýra notkun á bílastæðum út frá gögnum. Það er talið hversu mikið hvert svæði er notað og hér er verið að gera þessar aðlaganir, breyta gjaldtíma og hækka hóflega á ákveðnu svæði,“ segir Dóra.

Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega á facebook síðu sinni og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar.

Sigríður segir tilgangurinn einfaldlega sýna að sækja eigi tekjur til bæði þeirra sem halda uppi vinnustöðum í miðborginni, sem Sigríður telur í sjálfu sér ótrúleg afstaða borgaryfirvalda til atvinnulífs í miðborginni og svo til íbúa.

Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks, seg­ir í samtali við Morgunblaðið hækk­un­ina ótrú­lega þegar tekið sé mið af verðbólgu.

„All­ir stjórn­mála­flokk­ar eru sam­mála um það að aðalviðfangs­efnið sé að ná niður verðbólg­unni. En Reykja­vík­ur­borg leyf­ir sér á sama tíma að fara á sama tíma í 40% hækk­un á þjón­ustu­gjöld­um. Bíla­stæði eru ekk­ert annað en þjón­ustu­gjöld sem þúsund­ir nota á hverj­um degi. Við höf­um rætt þessi gjald­skrár­mál í all­an vet­ur og hvarvetna höf­um við fengið þau skila­boð frá rík­is­stjórn og öðrum að ef hækk­un er nauðsyn­leg að slík hækk­un verði ekki meiri en verðbólg­an,“ seg­ir Kjart­an.