Bílastórverslun í Belgíu var fyrst með Renault/Dacia Logan í Evrópu

The image “http://www.fib.is/myndir/Logan_logo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Cardoen heitir belgísk verslanakeðja sem selur bíla. Cardoen er óháð bílaframleiðendum og starfar á grundvelli nýlegra laga á Evrópska efnahagssvæðinu um að bílaframleiðendum er ekki lengur heimilt að stjórna markaðinum með því að selja einungis bíla í heildsölu til umboðsaðila sem þeir hafa sjálfir útnefnt, heldur verða þeir að selja öllum sem vilja kaupa bíla í heildsölu á sama verði.
Nú hefur Cardoen eiginlega þjófstartað sölu á hinum nýja og ódýra Renault Logan í Evrópu því að Renault hafði áður boðað að hann kæmi á Evrópumarkað þann 17. júní. Cardoen hefur verið með Logan til sölu síðan í byrjun marsmánaðar og kostar bíllinn í þeirri útgáfu sem Cardoen býður hann, 7.499 evrur eða um 600 þúsund krónur.
Karel Cardoen eigandi Cardoen bílaverslanakeðjunnar  segir að Logan sé 33 til 50% ódýrari en flestir sambærilegir bílar og hann henti mjög vel þeim stóra hópi neytenda sem lítur á bíla, ekki sem lifandi veru og vin, heldur sem sem nauðsynlegt heimilistæki sem komi til móts við tilteknar þarfir. Því falli þessi bíll mjög vel að markmiðum fyrirtækisins að bjóða upp á góða vöru á lágu verði. Öll ábyrgðarþjónusta við Logan bílana frá Cardoen er framkvæmd á 80 þjónustuverkstæðum fyrirtækisins víðs vegar um Belgíu. Sölustaðirnir Cardoen eru í Antwerpen, Hasselt, Vilvorde, Lebbeke, Race-Eke, Lichtervelde, Dilbeek, Turned, Genappe og Tenneville. Sjá nánar um Cardoen hér: http://www.cardoen.be/
The image “http://www.fib.is/myndir/Loganinnan.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. The image “http://www.fib.is/myndir/Logan.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.