Bílasýningin í París um næstu mánaðamót

http://www.fib.is/myndir/Toyota_Avensis_2009.jpg

Toyota Avensis 2009.

Toyota mun frumsýna nýja kynslóð fólksbílsins Avensis á bílasýningunni í París sem opnuð verður um næstu mánaðamót. Þetta er þriðja Avensis kynslóðin.

Toyota hefur sent myndir af bílnum til fjölmiðla sem teknar eru af aftanverðum bílnum og fram með annari hlið hans.  Af myndinni sést að Avensis er nokkuð breyttur og hefur færst nær Lexus í útliti. Að auki eru boðaðar nýjar og sparneytnari gerðir véla, bæði bensín- og dísil-, sjálfskiptingar með dísilvélunum og ríkulegri búnaður en áður. En til viðbótar við hinn nýja Avensis sýnir Toyota fjöldaframleiðsluútgáfu örbílsins IQ  og nýja gerð smá-jepplingsins Urban Cruiser.The image “http://www.fib.is/myndir/ToyotaUrban.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Smábíllinn IQ sem sýndur verður í endanlegri útgáfu fyrir fjöldaframleiðslu er einungis þriggja metra langur, eða ekki ósvipaður Smart Fortwo. Hann er hugvitssamlega innréttaður þannig að hann rúmar þrjá fullorðna í sætum og eitt barn að auki. Af hálfu Toyota er fullyrt að um sé að ræða minnsta fjögurra sæta bíl í veröldinni. Hann er sagður verða mjög sparneytinn og með lítinn CO2 útblástur. Sparneytnasta vélin á þannig að gefa frá sér einungis 99 grömm af CO2 á hvern ekinn kílómetra.

http://www.fib.is/myndir/Toyota_iq.jpgÞriðja nýjung Toyota verður svo Urban Cruiser. Þetta er fjórhjóladrifinn jepplingur með 1,4-lítra D-4D dísilvél. Urban Cruiser er nýr á Evrópumarkaði en hefur áður verið kynntur í Japan og Bandaríkjunum. Hann er sagður munu gefa frá sér 133 g af CO2 á ekinn kílómetra.  Evrópuútgáfa hans verður frumsýnd í París sem tilbúin í fjöldaframleiðslu eins og Avensis.