Bílaþvotturinn dýr á Íslandi

http://www.fib.is/myndir/Bilavask.jpg

Það vakti athygli félagsmanns FÍB þegar hann var staddur í nágrannalöndum okkar fyrir
stuttu að bílaþvottur var langtum ódýrari þar en hér.

Meðfylgjandi eru dæmi um bílaþvott hér og í Danmörku. Gengi krónunnar gagnvart danskri krónu er nú kr. 12,45, Eins og sjá má kostar dýrasti þvotturinn í Danmörku 95,- kr. sem eru 1.183,- ísl. kr. Eðlilegt verð fyrir svona þvott er sagt vera kr. 139,- sem er 1730,- ísl. kr.

Í þessum dýrasta bílþvotti er forþvottur með leysiefni fyrst og síðan forþvottur með sápu. Felgurnar eru hreinsaðar og háþrýstiþvegnar og undirvagninn er spúlaður. Bíllinn er svo háþrýstiþveginn og loks handbónaður og pússaður með „lakkinnsigli“ og sérstaklega þurrkaður. Hjá Löðri kostar þvotturinn kr. 1700,- Ekki vitum við hvort hann er sambærilegur við dýrasta danska þvottaprógrammið en allavega er hann dýrari. 

Þvottaprógrammið Guldvask hjá Dönunum er samskonar þvottur og ofannefndur, en án „lakkinnsiglisins.“ Þessi þvottur kostar í Danmörku 45 kr, eða 560 ísl. kr. Trúlega er hann sambærilegur við 1700 króna þvottinn hjá Löðri. Eðlilegt verð fyrir þennan þvott segir meðfylgjandi verðlisti að sé  99 krónur danskar. Það eru 1233 krónur íslenskar - ekki 1700 krónur.http://www.fib.is/myndir/Bilvask.jpgThe image “http://www.fib.is/myndir/L%F6%F0ur.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.