Bílaumferðin jókst mest við Costco

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,5% í nýliðnum ágúst mánuði borið saman við sama mánuð á síðasta ári samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.  Þetta er mikil aukning þegar horft er til þess að ágúst mánuður er með umferðarmestu mánuðum á höfuðborgarsvæðinu og meðalaukning á ári frá árinu 2005 er tæp 3%. Mest jókst umferðin um  sniðið á Reykjanesbraut (Costco-sniðið) eða um 11,5% en minnst jókst umferðin ofan Ártúnsbrekku eða um 3,4%.

Að jafnaði fóru um 168 þúsund ökutæki um sniðin þrjú á degi hverjum í ágúst sem er næst mesti ökutækjafjöldi á árinu. Ekkert lát er á aukningu umferðarinnar, á höfuðborgarsvæðinu jókst umferðin um 6,5 prósent í ágúst. Þetta er mikil aukning en að jafnaði fóru um 168 þúsund ökutæki um mælisnið Vegagerðarinnar daglega. Nú stefnir í að aukningin í ár gæti orði um 8 prósent sem yrði þá önnur mesta aukningin á eftir aukningunni árið 2007.

Nú hefur umferðin á höfuðborgarsvæðinu aukist um 8,6% miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Þetta er svipuð aukning miðað við árstíma og árið 2007 en munurinn er sá að umferðin er 24% meiri nú en þá.

Umferðin eftir vikudögum í ágúst var þannig að fimmtudagar voru stærstir en eins og áður eru sunnudagar minnstir. Hlutfallslega jókst umferðin mest á þriðjudögum en minnst á sunnudögum.