Bílbelti bjarga 83 mannslífum

The image “http://www.fib.is/myndir/Seatbelt.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Samkvæmt nýrri skýrslu frá dönsku vegagerðinni hefur hlutfall þeirra sem spenna bílbeltin hækkað. Þessi aukna notkun beltanna hefur samkvæmt skýrslunni komið í veg fyrir 83 dauðsföll og forðað tæplega 500 manns frá því að slasast alvarlega í umferðarslysum á aðeins tveimur árum. Sparnaður samfélagsins vegna þessa er hátt í fjóra milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint í tímaritinu Motormagasinet.
Samkvæmt rannsókninni spenna 87 prósent ökumanna fólksbíla nú beltin á móti 83 prósentum samkvæmt samskonar rannsókn árið 2003. 69 prósent ökumanna sendi- og vörubíla spenna nú bílbeltin á móti 62 prósentum árið 2003. Hins vegar hefur ekkert breyst hjá 15 ára og eldri farþegum í aftursætum fólksbíla. 63 prósent þeirra spenntu beltin nú sem er sama hlutfall og árið 2003.
Alþj´ðasamtök bifreiðaeigenda, FIA eru nú í alþjóðlegri herferð til að fá fólk til að husa um öryggi sitt áður en ekið er af stað og athuga hjólbarða bílsins reglulega, stilla hnakkapúðana og spenna beltin áður en ekið er af stað. FÍB tekur þátt í þessu verkefni og undirbýr um þessar mundir slíka herferð hér á landi.