Bílgreinasambandið gengur til liðs við Samtök iðnaðarins

Fé­lags­menn Bíl­greina­sam­bands­ins samþykktu fyrir helgina að ganga til liðs við Sam­tök iðnaðar­ins. Aðal­fund­ur sam­bands­ins fór fram á Grand Hót­el Reykja­vík og var Jón Trausti Ólafs­son end­ur­kjör­inn formaður til næstu tveggja ára.

Bíl­greina­sam­bandið, sem var stofnað árið 1970 og tel­ur yfir 130 fyr­ir­tæki sem „fé­lags­menn“, verður sjálf­stæð ein­ing inn­an Sam­taka iðnaðar­ins með eig­in stjórn, fram­kvæmda­stjóra og fjár­hag.

„Við höf­um lagt mikla vinnu í að skoða hvernig við get­um eflt okk­ar starf. Mennta­mál­in brenna á okk­ur og við vilj­um auka nýliðun í grein­inni, enda er bíl­grein­in mjög spenn­andi kost­ur fyr­ir ungt fólk að starfa í þar sem end­ur­mennt­un er mik­il og laun eru góð. Við telj­um að á þess­um tíma­punkti sé rétt fyr­ir okk­ur að hefja sam­starf við Sam­tök iðnaðar­ins og sjá­um marg­vís­leg­an styrk fal­in í þeim sam­tök­um sem við telj­um að geti lagt okk­ur lið,“ er haft eft­ir Özuri Lárus­syni, fram­kvæmda­stjóri Bíl­greina­sam­bands­ins, í til­kynn­ingu.

„Bíl­greina­sam­bandið eru öfl­ug sam­tök og við sjá­um fyr­ir okk­ur að þau verði fjórða stoðin inn­an Sam­taka iðnaðar­ins, en hinar þrjár stoðirn­ar eru fram­leiðslu-, mann­virkja-, og hug­verka­svið. Það eru marg­vís­leg sam­legðaráhrif af komu Bíl­greina­sam­bands­ins og við lít­um svo á að koma Bíl­greina­sam­bands­ins inn í Sam­tök iðnaðar­ins styrki starf okk­ar enn frek­ar,“ seg­ir Alm­ar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins.