Bíll ársins 2006 í Evrópu

The image “http://www.fib.is/myndir/Caroftheyearlogo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Lokaþátturinn í vali á bíl ársins í Evrópu stendur nú yfir og verða úrslit ljós eftir rúma viku þegar 28 manna dómnefnd bílablaðamanna hvaðanæva úr Evrópu hefur komist að niðurstöðu. Af 28 nýjum bílagerðum sem tilnefndar voru upphaflega, eru nú sjö eftir í úrslitum.
Hið óvenjulega við val á bíl ársins í Evrópu að þessu sinn er að þrír smábílar eru settir undir einn hatt og flokkaðir sem einn og sami bíllinn. Þetta er þríburabíllinn sem varð til í samvinnu Peugeot, Renault og Toyota og heitir ýmist Peugeot 107, Toyota Aygo eða Citroën C1. Aðrir bílar sem eru í úrslitum eru; Alfa Romeo 159, BMW 3-línan, Mazda 5, Renault Clio, Toyota Yaris og Volkswagen Passat.
Fyrri gerðir þriggja úrslitabílanna hafa áður verið valdir bílar ársins í Evrópu: Renault Clio hlaut titilinn 1991, Alfa Romeo 156 vann árið 1998 og Toyota Yaris árið 2000. Bíll yfirstandandi árs í Evrópu er tvinnbíllinn Toyota Prius.