Bíll ársins 2006 í Evrópu

The image “http://www.fib.is/myndir/Caroftheyearlogo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Þeir 58 bílablaðamenn sem velja bíl ársins í Evrópu greiddu nýlega atkvæði um þá bíla sem komust í sjö bíla úrslit. Þeir eru: 1. Alfa Romeo 159, 2. BMW 3-línan, 3. þríeykið Citroën C1/Peugeot 107/Toyota Aygo, 4. Mazda 5, 5. Renault Clio, 6. Toyota Yaris og 7. VW Passat.
Athygli vekur að úrslitabílarnir í Evrópu eru að miklu leyti aðrir en þeir bílar sem í úrslitum eru á Íslandi. Íslensku úrslitabílarnir eru Peugeot 1007, Suzuki Swift, Citroen C4, BMW 3- línan, VW Passat, Hyundai Sonata, Land Rover Discovery 3, Lexus RX 400h, Suzuki Grand Vitara, BMW M5, Porsche Boxter og Ford Mustang. Þrír síðastnefndu bílarnir eru sportbílar en enginn sportbíll er í lokaúrvalinu í Evrópu og heldur enginn jeppi eða jepplingur.