Bíll ársins 2008 tilkynntur í dag

http://www.fib.is/myndir/Billars08.jpg

Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, tilkynnir síðar í dag í safni Ásmundar Sveinssonar við Sigtún, hvaða bíll hefur orðið fyrir valinu sem Bíll ársins 2008 á Íslandi. Kristján Möller samgönguráðherra afhendir fulltrúum innflytjanda bíls ársins Stálstýrið.  Stálstýrið er farandgripur sem fellur í skaut þess bíls sem hlýtur titilinn bíll ársins hverju sinni.

Bílunum sem til greina koma við val á bíl ársins er skipt í fjóra stærðar- og gerðarflokka: Þeir eru smábílar, millistærðarbílar, stærri fjölskyldu- og lúxusbílar og loks jeppar, jepplingar og pallbílar.http://www.fib.is/myndir/Omar-maelir.jpg

Í flokki smábíla keppa til úrslita Opel Corsa, Skoda Fabia og Skoda Roomster. Í flokki millistærðarbíla keppa Volvo C30, Subaru Impreza og Kia cee´d. Í flokki stærri fólksbílanna keppa Mercedes Benz C, Ford S-Max og Ford Mondeo. Í jeppaflokknum keppa Land Rover Freelander, Opel Antara og Honda CR-V

Þetta er í fimmta sinn sem BÍBB stendur fyrir vali á Bíl ársins. Dyggir bakhjarlar valsins eru Skeljungur, Frumherji og Tryggingamiðstöðin.