Bíll ársins 2012

Val á bíl ársins 2012 stendur nú yfir á Íslandi en valið  hefur legið niðri síðan efnahagshrunið varð. Bílablaðamennirnir sem standa að verkefninu vinna nú að því að skoða þá nýju bíla sem til greina koma við valið og reynsluaka þeim og velja síðan úr þeim þá sem í úrslit munu komast. Jafnframt fer fram söfnun tækniupplýsinga.

En það er ekki bara á Íslandi sem verið er að velja bíl ársins. Hið sama er verið að gera í nágrannalöndunum. Jafnframt er verið að velja bíl ársins í Evrópu en að því vali koma 58 bílablaðamenn frá 22 löndum álfunnar. Enginn þó frá Íslandi.

Eins og margir muna var Nissan Leaf kjörinn bíll ársins í Evrópu. Það var talsvert tímamótaval því margir hefðbundnir bílar komu vissulega sterklega til greina þá. Annar rafbíll er nú í pottinum og þykir líklegur til að ná langt, en það er Opel Ampera/Chevrolet Volt. Allir þessir rafbílar gætu vissulega komið til greina við valið á bíl ársins á Íslandi, en því miður: Enginn þeirra er í boði hér á landi. 

Af öðrum bílum sem þykja koma sterklega til greina sem bíll ársins í Evrópu að þessu sinni fyrir utan Opel Ampera/Chevrolet Volt eru t.d. ný kynslóð smábílsins Fiat Panda serm heldur  ekki er fáanlegur hér á landi. Hinsvegar kemur ný kynslóð Ford Focus til greina hérlendis ekki síður en í Evróp, ekki síst fyrir háþróaðan öryggisbúnað sinn. Sama er að segja um nýja kynslóð smábílsins Kia Picanto og Hyundai i40. Tvinnbílarnir Peugeot 3008 og 508 RXH sem þykja tæknilega háþróaðir þykja einnig koma sterklega til greina í valinu í Evrópu og sömuleiðis nýi Renault rafbíllinn sem er með skiptanlegum rafhlöðum og heitir Fluence Z.E. Allur reynsluakstur á Fluence í tengslum við val á bíl ársins í Evrópu mun fara fram í Danmörku en þar hefur fyrsta rafhlöðuskiptistöðin þegar verið opnuöð. Hún er í Herlev skammt utan við Kaupmannahöfn.

 Listinn yfir þá bíla sem til greina koma sem bíll ársins 2012 í Evrópu er annars svona:

Audi A6,
 Audi Q3,
BMW 1-línan,
 BMW 6-línan,
 Chevrolet Orlando,
 Citroën DS4,
 Citroën DS5,
 Fiat Panda,
 Ford Focus,
 Ford B-Max,
Honda Civic,
 Hyundai i40,
 Hyundai Velostar,
 Kia Picanto,
 Kia Rio,
 Lancia Y, 
Lexus GS,
 Mazda CX-5, 
Mercedes B-línan,
 Mercedes ML-línan, 
Mercedes SLK,
 Mini Coupé,
 Opel Ampera/Chevrolet Volt,
 Opel Zafira,
 Peugeot 508/RXH, 
Peugeot 3008, tvíorku-Porsche 911, 
Range Rover Evoque,
 Renault Fluence Z.E,
 Ssangyong Korando,
Toyota Verso S/Subaru Terzia,
 Toyota Yaris,
 Volkswagen Beetle,
 Volkswagen Jetta,
 Volkswagen Up.