Bíll ársins á Íslandi 2006

The image “http://www.fib.is/myndir/Stalstyrid.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Stálstýrið - viðurkenning fyrir bíl ársins á Íslandi.
Nú stendur yfir val á bíl ársins  á Íslandi eins og reyndar í flestöllum öðrum Evrópulöndum. Forval hefur farið fram  og eru tólf bílar í úrslitum. Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna sem velur bíl ársins á Íslandi og koma blaðamennirnir saman í lok vikunnar og fara rækilega yfir þessa tólf úrslitabíla og greiða síðan atkvæði um þá.
Þeir tólf bílar sem í úrslit eru komnir eru þessir:
Smábílar og millistærðarbílar
Peugeout 1007, Suzuki Swift, Citroën C4.
Stærri fjölskyldu- og lúxusbílar
BMW 3, VW Passat, Hyundai Sonata.
Jeppar og jepplingar
Land Rover Discovery 3, Lexus RX400h, Suzuki Grand Vitara.
Sportbílar
BMW M5, Porsche Boxster, Ford Mustang.