Bíll ársins á Íslandi 2014

Blaðamenn í Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) eru þessa dagana að skoða og meta þá 24 nýju bíla sem tilnefndir hafa verið af bílainnflytjendum til vals á bíl ársins á Íslandi 2014. Í lok september næstkomandi verður tilkynnt hvaða bíll hlýtur titilinn og farandgripinn stálstýrið.

Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) stendur að valinu og hefur gert síðan árið 2001. Bílarnir 24 sem valið stendur um eru flokkaðir í þrjá flokka; smábíla, fjölskyldubíla og flokk jeppa og jepplinga. Eftir prófanir dómnefndar á bílunum eru þeim veitt stig fyrir þætti eins og aksturseiginleika, verð, gæði, hagkvæmni, rými og svo mætti lengi telja. Veitt eru verðlaun fyrir hvern flokk og hlýtur stigahæsti bíllinn yfir heildina verðlaunagripinn Stálstýrið í eitt ár. Mercedes-Benz A var bíll ársins 2013 á Íslandi.

Smábílar og minni millistærð

Renault Clio, VW Golf, VW Golf GTi, Ford B-Max, Audi A3, Skoda Rapid, Toyota Auris TS, Audi A3 og Toyota Corolla.

Fjölskyldubílar

Mercedes-Benz CLA, Kia Carens, Mazda 6, Skoda Octavia, Tesla S og Lexus IS300h.

Jeppar og jepplingar

Mercedes-Benz GL, Honda CR-V, Subaru Forester, Isuzu D-Max, Ford Kuga, Mazda CX-5, Mitsubishi Outlander, Chevrolet Trax og Toyota RAV4.