Bíll ársins á Íslandi og bíll fólksins í Danmörku - Suzuki Swift

The image “http://www.fib.is/myndir/Billarsins.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/SeatLeon.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Suzuki Swift - bíll fólksins og Seat Leon - bíll ársins í Danmörku.
Vefútgáfa dagblaðsins Politiken í Danmörku stóð fyrir óháðri atkvæðagreiðslu um hver væri í hugum lesenda bíll ársins 2006 í Danmörku. Suzuki Swift varð sigurvegari í þessari atkvæðagreiðslu sem var óháð hinu opinbera vali á bíl ársins 2006 í Danmörku og fór fram um það bil tveimur vikum eftir að val á bíl ársins var tilkynnt. Hinn opinberi bíll ársins, Seat Leon hafnaði í öðru sæti í þessari atkvæðagreiðslu með tæplega helmingi færri atkvæði en Suzuki Swift.
Alls greiddu um 2600 lesendur atkvæði. Niðurstaðan varð nokkuð lýsandi fyrir danskan bílasmekk og er eftirfarandi:
1: Suzuki Swift (459)
2: Seat Leon (246)
3: Citroën C4 (214)
4: VW Passat (208)
5: Mazda 5 (192)
6: Alfa 159
7: Kia Rio
8: Ford Focus
9: VW Fox
10: BMW 3-serie
11: Toyota Aygo
12: Subaru Impreza
13: Chevrolet Matiz
14: VW Jetta
15: Opel Zafira
16: Peugeot 1007
17: Hyundai Sonata
18: Renault Clio
19: VW Golf Plus
20: Mitsubishi Colt CZ3
21: Citroën C1
22: Peugeot 107
23: Mercedes B-klasse