Bíll ársins í Evrópu

 Það er víðar en á Íslandi að leitað sé að þeim bíl sem er verðugur þess að hljóta titilinn bíll ársins 2014. 58 bílablaðamenn frá 22 Evrópuríkjum eru einmitt þessa dagana að leitað að bíl ársins í Evrópu 2014 í 51. sinn og eru 30 bílar tilnefndir. Úrslitin verða að venju tilkynnt við opnun bílasýningarinnar í Genf í mars nk.

Evrópsku bílablaðamennirnir 58 munu úr þessum hópi 30 nýrra bíla velja sjö sem keppa  svo til úrslita. Þessi sjö bíla listi verður birtur rétt fyrir næstu jól. Til að komast í þessi sjö bíla úrslit er það skilyrði að bíllinn sé nýjung að mestu leyti Útlitsbreyting ein og sér og minniháttar tæknibreytingar eru ekki nóg til bíll komist í úrslit. Ennfremur skal bíllinn fást til kaups í að minnsta kosti fimm Evrópuríkjum áður en yfirstandandi ár er liðið og að áætluð ársframleiðsla sé minnst fimm þúsund eintök.

Þeir 30 bílar sem til greina koma nú sem bíll ársins í Evrópu 2014 eru þessir:

BMW i3,
BMW 4-línan,
BMW X5,
Citroën C4 Picasso,
Ford Ecosport,
Ford Kuga,
Hyundai i10,
Jaguar F-Type,
Kia Carens,
Land Rover, Range Rover Sport,
Lexus IS 300h,
Maserati Ghibli,
Mazda 3,
Mercedes S-lína,
Mitsubishi Space Star,
Nissan Note,
Opel Cascada,
Peugeot 2008,
Peugeot 308,
Porsche Cayman,
Renault Captur,
Renault Zoe,
Seat Leon,
Skoda Octavia,
Subaru Forester,
Suzuki SX-4,
Tesla S,
Toyota Auris,
Toyota Corolla og
Toyota RAV4.