Bíll ársins í Evrópu 2006

The image “http://www.fib.is/myndir/Toyota-Prius.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Toyota Prius var bíll ársins í Evrópu í fyrra.
Nú stendur yfir val á bíl ársins í flestum Evrópulöndum. Þegar hefur bíll ársins verið valinn í Danmörku og nokkrum fleiri löndum, en úr hópi flestra þeirra bíla sem valdir eru í hverju landi um sig verður bíll ársins í Evrópu svo valinn af 56 bílablaðamönnum frá 22 Evrópulöndum.
Nú er orðið ljóst að bíll ársins í Evrópu 2006 verður valinn úr 28 bílum. Úr þeim verða valdir út sjö bílar í lokaúrslit og einn þeirra verður bíll ársins.
Bílarnir 28 eru af margvíslegu tagi, allt frá lúxusbílum eins og Mercedes Benz S, stórir jeppar eins og Jeep Grand Cherokee niður í smábílaþrístirnið Peugeot 107/Citroën C1/Toyota Aygo.
Bíll ársins í Evrópu 2005 sem valinn var fyrir ári er Toyota Prius, í öðru og þriðja sæti voru Citroën C4 og Ford Focus. Þeir bílar sem núna eru taldir líklegir til að hreppa titilinn eru einkum Peugeot 1007, VW Passat, BMW 3  og Mazda5. Að þessu sinni er engir bílar á 28 bíla listanum frá Audi, Ford, Honda, Subaru, Saab og Skoda. Annars lítur þessi 28 bíla lista Evrópuúrvalsins svona út:
• Alfa Romeo 159
• BMW 3-línan
• Citroën C1/Peugeot 107/Toyota Aygo
• Chevrolet Matiz
• Daihatsu Sirion
• Fiat Croma
• Hyundai Sonata
• Jeep Grand Cherokee
• Kia Rio
• Lexus GS
• Mazda5
• Mercedes-Benz B-klasse
• Mercedes-Benz ML
• Mercedes-Benz S-klasse
• Nissan Murano
• Nissan Pathfinder
• Opel/Vauxhall Zafira
• Peugeot 1007
• Porsche Cayman
• Range Rover Sport
• Renault Clio
• SsangYong Rodius
• Seat Leon
• Suzuki Swift
• Suzuki Grand Vitara
• Toyota Yaris
• Volkswagen Fox
• Volkswagen Passat