Bíll ársins í Japan - Honda Jazz

http://www.fib.is/myndir/Honda%20NyJazz.jpg
Honda Jazz.

Í Japan eru tveir aðilar sem útnefna bíl ársins og keppa um hylli landa sinna. Annar þessara aðila, Car of the Year,  hefur nú útnefnt bíl ársins og er það ný kynslóð smábílsins Honda Jazz sem í Japan og USA nefnist Honda Fit. Nýja kynslóð þessa bíls er ekki enn komin á markað í Evrópu. Útnefningaraðilinn hefur jafnframt valið innfluttan bíl ársins en greint er í milli heimaframleiddra bíla og erlendra. Innflutti bíll ársins er Mercedes Benz C-línan.

Hinn aðilinn sem velur bíl ársins í Japan nefnist Automotive Researchers and Journalists Conference of Japan (RJC). RJC útnefndi í síðustu viku Mazda 2 sem bíl ársins.  RJC hefur síðan árið 1991 veitt verðlaun fyrir bíl ársins og nefnast þau RJC Car of the Year Award.
Útnefningin í síðustu viku var hins vegar sem áður er sagt, Honda Jazz. Að valinu Car of the Year í Japan standa 60 bílablaðamenn. Reglurnar sem þeir fara eftir eru svipaðar og í Evrópu, t.d. verða bílar sem til greina koma að vera nýnæmi eða stórfelld endurnýjun frá eldri gerð. Þá verða bílarnir að hafa verið fáanlegir á almennum markaði í landinu frá 1. nóvember til 31. október.  http://www.fib.is/myndir/HondaNyjazz_bak.jpg

Hinn nýi Honda Jazz er stærri en eldri gerðin og rúmbetri. Hann er sagður þægilegri til aksturs og íveru og með nýjar og verulega sparneytnari vélar. Í útliti er nýi bíllinn mjög líkur þeim eldri við fyrstu sín þótt um annan bíl sé í rauninni að ræða. Hann er 5,5 sm lengri, 2 sm breiðari og 5 sam lengri milli hjóla.

Milli tveggja alveg nýrra bensínvéla er að velja: Báðar eru með tölvustýrðri ventlaopnun og er sú minni 1,3 l, 100 ha. með stiglausri CVT sjálfskiptingu. Eyðslan er sögð vera 4 l á hundraðið í blönduðum akstri. Stærri vélin er 1,5 l 120 ha. Við hana er fimm gíra handskipting og eyðslan í blönduðum akstri sögð vera 5,1 á hundraðið.

Nýi Honda Jazz bíllinn er ekki væntanlegur til Evrópu fyrr en í fyrsta lagi næsta haust því að „gamla“ gerðin rennur út enn eins og heitar lummur. Jazz er mest selda gerð Hondabíla, fæst í 115 löndum og stendur einn og sér fyrir um það bil 10% af allri bílasölu Honda.