Bílprófsaldurinn úr 17 í 18 ár?

Lang flestir sem svöruðu síðustu spurningunni hér á vefnum eru sammála því að hækka bílprófsaldurinn úr 17 í 18 ár.

Alls svöruðu 1.221 spurningunni. Mjög sammála voru 654 og frekar sammála 145 eða samtals 799.

Frekar andvígir breytingunni voru 99 og mjög andvígir henni voru 252 eða samtals 351.

Hlutlausir voru 71.

Nú er komin ný spurning, einnig úr umferðarlagafrumvarpinu. Hún er  um hvort fólk er sammála eða ósammála því að tengja upphæðir sekta fyrir umferðarlagabrot við tekjur þeirra sem brjóta af sér.