BJB innkallar dekk

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Pústþjónustu BJB ehf  sem er umboðsaðili Continental dekkja um að innkalla þurfi 16 bíldekk sem seld hafa verið hérlendis. Um er að ræða innköllun sem er í gildi á öllu EU og EES svæðinu.

Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að dekkið haldi ekki lofti og geti þar af leiðandi skapað hættu í akstri.  

Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina  símleiðis.