Blikkandi bremsuljós á Benz

Víðtækar rannsóknir hjá Mercedes Benz hafa leitt í ljós að blikkandi bremsluljós leiða til þess að stöðvunarvegalengd bíla sem aka á 100 km hraða fyrir aftan þann með blikkandi bremsluljósin styttist um 5,5 metra. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að setja framvegis blikkandi bremsluljós í Mercedes S-línuna. Umferðaröryggisyfirvöld Evrópusambandsins hafa þegar leyft blikkandi bremsuljós.
Aftanákeyrslur eru talsvert algengar í Þýskalandi og var rannsókn Mercedes miðuð við að finna leiðir til að draga úr þesskonar árekstrum. Rannsóknarniðurstöðurnar benda eindregið til þess að blikkandi bremsuljós stytti viðbragðstíma ökumanna sem á eftir koma um 0,2 sekúndur miðað við bremsuljós sem ekki blikka.
Þegar ekið er á 80 km hraða þýðir þessi styttri viðbragðstím að stöðvunarvegalengdin styttist um 4,4 m og á 100 km hraða styttist hún um 5,5 m.