BMW i7 lúxusbíll ársins hjá Auto Express

BMW i7 var kjörinn „Lúxusbíll ársins 2023“ af dómnefnd bílavefjarins og blaðsins Auto Express í Bretlandi.

Í umsögn Auto Express kemur meðal annars fram að hinn sídrifni og alrafmagnaði i7 hafi farið fram úr væntingum dómnefndarinnar, ekki síst vegna hinna miklu og fáguðu þæginda í farþegarýminu sem umsagnaraðilar sögðust ekki hafa upplifað áður í jafn ríkum mæli og blasa við í i7.

Í umsögn dómnefndar er einnig tekið til akstursþæginda og fjöðrunar bílsins sem nýtt eru til hins ýtrasta til að einangra öll utanaðkomandi hljóð vegyfirborðsins frá farþegum bílsins, sem hönnuðum BMW hafi tekist framúrskarandi vel, jafnvel þegar ekið er á grófum vegum og ójöfnum.

Dómnefndin sagði einnig að hin mikla og víðtæka hljóðeinangrun i7 hafði í för með sér að eini möguleikinn til að raska ró farþeganna séu hið einstaka 32 hátalara afþreyingarkerfi Bowers og Wilkins sem unnt er að velja í i7.

BMW i7 er með allt að 625 km drægni við bestu aðstæður og er bíllinn 544 hestöfl og togið um 475 Nm. Með 195 kW hleðslu er hægt að fylla á rafhlöðu bílsins frá 10-80 prósentum á aðeins 34 mínútum.