BMW i8 rúmlega tvöfaldaði paranir karla á Tinder

Til að ganga vel á á samskiptaforritinu Tinder virðist sem svo að bakgrunnur mynda þinna þar skipti miklu máli. Þetta var meðal þess sem kom fram í könnun sem snjalla fólkið á Click4reg vann og var birt á norska vefmiðlinum BilNorge.no en samkvæmt þeim getur þú aukið líkurnar að fá stefnumót umtalsvert ef þú ert með rétta bílinn í bakgrunni. Þess má geta að Click4reg sérhæfir sig meðal annars í sölu á gömlum bílnúmerum.

Að meðaltali fengu karlmenn sem Click4reg rannsakaði 59 paranir á tveimur dögum. Aftur á móti ef bíll var í bakgrunni fóru paranir að meðaltali upp í 79,8. Það sem einnig skipti einnig máli var hvaða bíll er í bakgrunni. Þar kom BMW i8 sér fyrir í efsta sætinu með 132 paranir. Audi R8 var í öðru sæti með 129 paranir og Mercedes Benz Class með 98 paranir í þriðja sætinu.

Eftir að hafa tekið viðtöl við þær konur sem tóku þátt í könnuninni kom í ljós að sumar þeirra buðu karlmönnunum einungis út vegna bílsins. Hins vegar fengu þeir karlmenn sem voru með Fiat eða Citroen í bakgrunni færri paranir heldur ef enginn bíll var í bakgrunni. Bakgrunnur kvennanna virðist ekki skipta jafn miklu máli fyrir karlana en þó var BMW i8 sem tyllti sér aftur á toppinn. Audi A8 var í öðru sæti og Land Rover í þriðja sætinu. Það virðist vera sem svo að BMW i8 hjálpi körlum jafnt sem konum að ganga vel á Tinder.

Þess má geta að BMW i8 hætti hins vegar í framleiðslu síðasta sumar og gæti því verið sterkur leikur að ná mynd af sér með bílinn í bakgrunni á meðan þess er kostur.