BMW innkallar bíla sökum vélargalla

Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur orðið að grípa til þess ráðs að innkalla á fjórða hundruð þúsund bifreiðar sökum vélargalla sem fram hefur komið í dísil bifreiðum framleiðandans í S-Kóreu.

Gallans varð vart þegar eldur kom upp í á þriðja tug bíla í S-Kóreu og voru hátt í hundruð þúsund bílar innkallaðir.

Í framhaldinu ákváðu stjórnendur fyrirtækisins að innkalla um þrjú hundruð þúsund bíla í Evrópu. Þessi galli sem fram hefur komið verður lagaður af BMW sem hefur því ærið verkefni fyrir höndum á næstunni.